Author Archives: sverrir

Aðalfundi lokið

Aðalfundur Þyts var haldinn fyrr í kvöld í Skátaheimilinu í Hafnarfirði. Ekki var mikið um mannabreytingar, Einar Páll fékk áframhaldandi kosningu sem formaður ásamt meðstjórnendunum Einari og Erni. Lúðvík ritari gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað var kosinn Bjarni V. Einarsson. Skoðunarmenn reikninga voru svo kosnir þeir Lúðvík Sigurðsson og Einar Erlingsson.

Í tengslum við fjárhagsáætlun félagsins og undir liðnum önnur mál var svo rætt um framkvæmdir á Hamranesi og þá einna helst viðgerðir og viðhaldsmál í kringum brautirnar ásamt því sem rætt var um myndavélahugmyndir.

Félagsskrá Þyts

Á fundinum í gær kom einnig fram að upplýsingar um einhverja félagsmenn voru ekki réttar. Á netinu er vefsíða sem félagsmenn geta farið á og uppfært sínar upplýsingar, hvet ég alla til að nýta sér hana, jafnvel þó þeir haldi að allar sínar upplýsingar séu réttar í félagsskránni!

Síðuna má nálgast hér.

Svona til gamans þá 5 ár síðan þessi síða var fyrst sett á netið til að uppfæra félagsskrá Þyts, tíminn er fljótur að líða!