Author Archives: lulli

Nóvemberfundur 2013

 

Skátaheimilið Hafnarfirði mun í vetur verða okkar fundarstaður fyrir vetrarfundi eins og undanfarin ár.
Okkur buðust fimmtudagskvöldin – yfirleitt það fyrsta hvers mánaðar. (reyndar með undantekningum)
Næsti fundur Þyts verður:
fimmtudaginn 7. nóvember Klukkan 20;00
Skátaheimilið Hraunbúar
Hjallabraut 51
220 Hafnarfirði
Flestir ættu að rata af gömlum vana, en ef ekki þá er það hér á mynd
Skátaheimili kort
Fundurinn verður að þessu sinni spjallfundur þar sem upplagt er fyrir menn að velta upp
vöngum og vangaveltum yfir stefnum og straumum.
Hvar liggur þunginn.. ? reyna menn að komast hraðar -hærra – nákvæmara -vantar ekki fleiri flotflugsvélar ,
hvað með þotur,, svifflugsmenn þið bættuð við snúníng á liðnu sumri ..osvfrv..osvfrv..
Stjórnin hvetur félagsmenn til að færa vetrarverkefnin fram í dagsljósið öllum til ánægju.
Coke&Prince
Kveðja stjórnin.

Klúbbskvöldin enda með grilli 11.september

1346670760_0

Síðasta klúbbskvöld félagsins þetta tímabilið, verður á miðvikudagskvöldið kemur, þann 11. september nk.  Miðað er við klukkan 18;00 á Hamranesi, en fyrr er auðvitað betra fyrir þá sem vilja fljúga enn meira. Þegar birtu tekur svo að bregða, mun grillið verða tendrað og Þytskvöldunum þar með verða lokað með grilluðum pylsum.

Öll klúbbskvöldin voru á sínum stað í hverri viku í allt sumar ,og ekkert þeirra datt út! ,,þrátt fyrir að veðrin væru á stundum hrekkjótt en svo komu einnig kvöld þar sem ekki bærðist hár á höfði. Alls verða þá samtals 19 Þyts-kvöld haldin þetta tímabilið og sem fyrr segir, þá er aðeins EITT EFTIR!!

Það er einlæg ósk stjórnarinnar að sem flestir / helst allir félagsmenn Þyts og gestir úr öðrum klúbbum kappkosti að mæta.

Kveðja Stjórn Þyts.