Samantekt aðalfundar

Aðalfundur Þyts var haldinn 28.nóvember í Skátaheimilinu í Hafnarfirði við prýðismætingu og var fundurinn hinn fjörlegasti.

SAMANTEKT FUNDARGERÐAR :

Formaðurinnn Einar P. Einarsson setur fund, og leggur til kosningu tilnefnds fundarstjóra Sverris Gunnlaugssonar – hann samþykktur samhjóða.

Þá er tilnefndur fundarritari Lúðvík Sigurðsson – og hann einnig samþykktur.

Formaður flytur ágrip af félagsstarfinu á liðnu tímabili og tekur ma. fyrir velheppnað Kríumót á sandskeiði þar sem vel tókst að manna bæði keppendur og hjálpar-mannskap, PiperCup mótið var haldið þrátt fyrir annálaðan vindgang. Fjölþrautarmótið ringdi niður og var því aflýst, stríðsfuglamótið tókst vel svo og einnig stórskalamótið sem haldið var í hitabylgju, en þar fjölmenntu bæði þytsmenn og félagar úr öðrum klúbbum. Þytsmenn fjölmenntu reyndar víðar td. á Patreksfjörð,  Akureyri og til inniflugs á Suðurnesjum svo eitthvað sé nefnt. fjallað um sláttumál og lausnir vegna bilana á sláttuvél, en golfklúbburinn Keilir sá um sláttumál fyrir klúbbinn og lýstu nokkrir félagsmenn ánægju sinni með útkomuna þar af.

Reikningar voru upplesnir og lagðir til samþykktar af fráfarandi gjaldkera Jóni V. Péturssyni. Eftir umræður um úrelt fasteignarmat flugstöðvar (of lágt) og bókfærðra kennslutækja sem lagt var til að sett væru í afskrift í bókhaldi. Annar endurskoðenda Rafn Thorarensen bað um orðið og setti fram gagnrýni á stjórn fyrir að ákveða aðild að stofnun Landsambands Íslenskra Flugmódelfélaga, (LÍM) gagnrýnin beindist að því að Rafn var ósáttur við að undirbúningur stofnunar Landsambands væri ekki borið undir aðalfund.. aðrir töldu stjórnina kjörna til þeirra verka. Tillögur komu fram um sölu / ekki sölu á traktor félagsins án niðurstöðu.Einnig barst frá Rafni ábending um óformlegt tilboð frá TM í tryggingar félagsins sem bætt gæti hag Þyts í málefnum vátryggingamála. Hækkun á framleiðslu félagsskírteina og lykla bar einnig á góma.

Reikningar voru samþykktir með handauppréttingum af öllum atkvæðisbærum fundarmönnum.  (einn ógildur félagi var á fundinum)

Fráfarandi gjaldkeri lagði til hækkun félagsgjalda og var það samþykkt með meirihluta gegn minnihluta sem vildi óbreytt félagsgjöld. Nýtt félagsgjald verður kr.14.000 fyrir komandi tímabil.

Frímann Frímannsson kom fram fyrir hönd Svifflugs-mótsnefndar og bar þakkir fyrir góða framkvæmd og vel lukkað Kríumót, en flognar voru 3 umferðir. Óskir voru um að nýta aftur Sandskeið að ári ef færi gefst.

Kosning gjaldkera; Tilnefndur Bjarni Björnsson var samþykktur með lófataki. Við bjóðum Bjarna velkominn í stjórnina. Um leið þökkum við Jóni V. Péturssyni fyrir margra ára langt og óeigingjarnt starf í þágu Þyts en hann á að baki 8 ár í stjórn sem ritari og gjaldkeri. Frábær félagi þar, sem gott er að vinna með og mikill driffjöður fyrir félagið.

Kosning meðstjórnenda; Báðir meðsjórnendur Haraldur Sæm. og Guðjón Bergmann gáfu kost á sér áfram og engin mótframboð. – Þökkum þeim kærlega fyrir það.

Kosning endurskoðenda; Báðir endurskoðendur Rafn Th. og Erlingur E. gáfu kost á sér áfram og engin mótframboð – Þökkum þeim kærlega fyrir það.

Kosning í nefndir; Nefndarmenn gáfu kost á sér í áframhaldandi nefndarstörf og var þeim fagnað með lófataki – Þökkum þeim kærlega fyrir það.

Verðlaun voru veitt af formanni fyrir samanlagðan árangur tímaflugs/hraðaflugs á Kríumóti ,og voru 1. 2. og 3.verðlaun veitt eftirfarandi.

1.verðlaun: Frímann Frímannsson  – 5230 stig.
2.verðlaun: Guðjón Halldórsson      –  5124 stig.
3.verðlaun: Jón V. Pétursson           – 4784 stig.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Lagabreyting sem barst stjórn með ríflega 30.daga fyrirvara var lögð fram með breytingum á lið 15.1  þess efnis að eftir lagabreytingu færist starfsár að ársbyrjun til ársloka og lið 4.2 aðalfund skal halda í febrúar hvert ár. Eftir talsvert miklar umræður um kosti eða galla lagabreytinga og lengd fyrsta tímabils,  voru lagabreytingartillögur samþykktar.
Næsti aðalfundur verður því skv. nýjum lögum í febrúar 2014 nk.

Fundarstjóri kvað upp fundarhlé , og menn gæddu sér á tertu og kaffi í boði Þyts.

Önnur mál;  Voru svo rædd kröftuglega, en að mestu var um að ræða framhald af umræðum sem fyrr höfðu þegar verið í deiglunni á fundinum. ss.sláttuvélamál,traktoramál, lagabreytingin, malbikið á flugvellinum..
..og almennt flugfélagaspjall..

Þakka málefnalegan fund.

Lúðvík S. ritari Þyts

Comments are closed.