Aðalfundarboð 2016

Aðalfundur Þyts verður haldinn miðvikudaginn 24.febrúar 2016 í Skátaheimilinu að Hjallabraut 51, Hafnarfirði og hefst kl. 20:00.
Aðalfundur Þyts hefur æðsta vald í málefnum félagsins og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þannig virkan þátt í mótun félagsins.
Við viljum líka hvetja áhugasama um setu í stjórn eða nefndum að senda póst á stjorn@thytur.is og gefa kost á sér skv. 7., 8., 9., og 10. lið dagskrár aðalfundarins.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Formaður setur aðalfund Þyts.
2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
4. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
6. Skýrslur nefnda.
7. Kosning formanns skv. 8.gr.
8. Kosning ritara og tveggja meðstjórnenda skv. 8.gr.
9. Kosning endurskoðenda.
10. Kosning í nefndir.
11. Tillögur um lagabreytingar.
12. Önnur mál.

Kosningarétt og kjörgengi ásamt rétti til fundarsetu á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Atkvæði eru óframseljanleg.
Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað.
Þeir sem öðlast vilja rétt til fundarsetu verða að hafa greitt félagsgjöld a.m.k. viku fyrir aðalfund.

Comments are closed.