Kríumótið var með þeim betri sem ég man eftir nú í seinni tíð, 8 keppendur og 11 til viðbótar sem; dómarar, tímaverðir, spilmenn, klapplið og svo má lengi telja. Veðrið lék við okkur og allir í vorhug. Það má segja að atburður eins og þessi komi mönnum í gang, svona í upphafi tímabilsins og er þá tilganginum náð. Það var einn af stofnfélugum Þyts, Hörður Hjálmarsson heitinn, sem átti hugmyndina að þessu Kríumóti einmitt til þess að hvetja menn til þess að hlaða batteríin og ljúka við þessa einu límingu sem eftir var. Mér var tjáð að mót þetta sé upphaflega, frá því um 1976 og bið ég þá sem vita betur að leiðrétta mig. Mig langar til þess að þakka Frímanni fyrir undirbúningin og Arnari fyrir góða mótstjórn, einnig hjálparkokkunum okkar (sumir ekki háir í loftinu) og svo keppendum fyrir drengilega keppni. Með þakklæti fyrir góðann dag, Bjögg