Aðalfundur Þyts

Þá er aðalfundur Þyts afstaðinn og var hann ólögmætur vegna ónógrar mætingar félagsmanna og honum slitið.

Alls voru taldir 18 fundarmenn á aðalfundinum. Af þessum 18 voru 2 gestir, 7 félagar sátu upp á sviði þar af fimm úr stjórn þannig að einungis sátu 9 löglegir félagsmenn og af þeim 3 heiðursfélagar, út í nokkur hundruð sæta bíó sal, eða eins og krækiber í helv…….

Á aðalfundum þyts er venjan að afhenda sigurverðlaun fyrir þrjú efstu sæti í keppnum ársins, en fáir af keppendum móta ársins mættu til að taka á móti verðlaunapeninum.
Af 17 sem tóku þátt í mótum og keppnum á vegum þyts 2006, mættu fjóri á fundinn og af þessum fjórum voru tveir sem voru í verðlaunasætum.

Bíður verðlaunaafhendingin betri tíma.

Boðið var upp glænýtt EZ flugmódel “Redy to fly ” með öllu tilheirandi og glænýjum mótor, sem þytur fékk að gjöf fyrir skömmu.

Fundarmönnum var réttur miði þar sem viðkomandi skrifaði nafn sitt og tilboðsupphæð. Öllum miðonum var safnað saman og sá sem var með hæðsta tilboð fékk flugmódelið til eignar. Hæðsta boð kom frá Gunnari Jónssyni rúmar 18.000 kr. og óskum við honum til hamingju með gripinn.

Fundarmenn gerðu sér glaðan dag horfðu á vídeó. Drukku kaffi og borðu eins og þeir gátu í sig látið af risa 40 manna tertu.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.