Mótaskrá 2024 uppfærð

Það er margt spennandi á dagskrá í sumar.

Ef smellt er á hlekkinn ,,mótaskrá” hér ofan, þá finnurðu næstu mót og staðsetningu.

Posted in Fréttir | Comments Off on Mótaskrá 2024 uppfærð

Aðalfundur 14. mars 2024


1. Formaður setur fund kl. 20:15 – Mættir til fundar eru 7 fullgildir félagsmenn.
2. Fundarstjóri kosinn – Guðjón Halldórsson
3. Fundarritari kjörinn – Lúðvík Sigurðsson
4. Skýrsla stjórnar. Vinpoki var endurnýjaður, stöng máluð & skipt um legu.Svæðið fór tvisvar í útleigu á liðnu ári. Annarssvegar til skátanna sem
borguðu með slætti og hinsvegar undir viðburð og fyrir það fengust 80.000kr.
5. Reikningar lagðir fram til samþykktar – samþykktir einróma.
6. Fjárhagsáætlun. Hugrenningar um lagabreytingu. Fella út hálfgjaldið fyrir næsta tímabil. Árgjald óbreytt. Verður því áfram 16.000,-

7. Skýrslur nefnda
Þytur hóf sumarið með vorgrilli 6. Maí og var fínasta mæting. Miðvikudagskvöldin voru á sínum stað út sumarið en skipt var svo í 14:00 mætingu eftir að sól tók að lækka.

Svifflug samantekt ársins.

Iceland open F3F hefur vaxið frá fyrsta mótinu 2022 þegar 5 erlendir keppendur mættu til leiks en að þessu sinni voru 16 keppendur sem komu erlendis frá og þeir sem ferðuðust allra lengst komu frá Japan og taívan, aðrir frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, og Sviss og má ekki gleyma heimamönnunum 3 ásamt aðstoðarmönnunum sem hjálpuðu okkur en án þeirra hefði þetta ekki verið hægt!
Mótið hófst 29. Apríl og var flogið í Helgafelli fyrstu tvo dagana en ekki reyndist flugfært þriðja daginn. Flognar voru tíu umferðir, sjö á fyrsta degi og þrjár á öðrum degi. Besti tími mótsins var 38,41s sem Andy Burgoyne frá Bretlandi flaug í þriðju umferð.
Bretarnir röðuðu sér í 5 efstu sætin en af heimamönnunum lenti Sverrir í 8. Sæti, Erlingur í 15. Sæti og Guðjón í 18. Sæti.
Sú ákvörðun var tekin eftir Iceland Open F3F 2022 að halda það framvegis annað hvert ár á oddatöluárum til að vera ekki á sömu árum og heimsmeistaramótið. Næsta Iceland Open 3F3 verður því haldið vorið 2025

Reynt var að halda Kríumótið tvisvar, í seinna skiptið voru ekki nema fimm sem mættu á svæðið, þar af 3 flugmenn, svo ákveðið var að gera bara góðan æfingardag úr deginum.
Segir ekki meira af mótshaldi á árinu þar sem veðurguðirnir voru ekki að spila með okkur, eða kannski spiluðu þeir með okkur, þá daga og varadaga sem mótin voru sett á. Stefnt verður á að halda Kríumótið á Sandskeiði næst.

Árlegt Piper Cup mót var haldið og tókst vel.

8. Kosning formanns: Einar Páll Einarsson fékk einróma endurkjör.
9. Kosning ritara: Lúðvík Sigurðsson fékk einróma endurkjör.
10. Kosning skoðunarmanna reikninga: Jón Pétursson & Guðjón Halldósson fengu einróma endurkjör.
11. Kosning í meðstjórn: Þar voru kosnir einróma: Sverrir Gunnlaugsson & Hannes Kristinsson
12. Lagabreytingar voru engar.

Kaffihlé – kaka með rjóma

13. Önnur mál: Umræður um gáminn á Hamranesi sem er orðinn lekur. Niðurstaða er sú að það vantai í raun nýjan gám, en hugsanlega mætti bæta hinn til bráðabirgða.
Umræða um að öryggisgirðingu vanti – samþykkt var að ganga í það að finna hagstæða lausn.
Hugleiðing um hvað nýtist best í gróðureyðingu brauta. Niðurstaða var að líklega væri best að nota salt til að drepa gróðurinn í brautunum.

Fundi slitið kl. 21:30

Posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur 14. mars 2024