Aðalfundur Þyts haldinn að Tungubökkum 22/2/2023
Aðalfundarboð:
Góðan dag kæru Þytsfélagar.
Þytur flugmódelfélag boðar til aðalfundar
þann 22.febrúar næstkomandi í húsnæði Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubökkum. Kl. 20:00
Efni fundarins eru almenn aðalfundarstörf, þmt. kosning meðstjórnenda og gjaldkera skv. lögum félagsins.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Formaður setur aðalfund Þyts.
2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
4. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
6. Skýrslur nefnda.
7. Kosning gjaldkera skv. 8.gr.
8. Kosning tveggja meðstjórnenda skv. 8.gr.
9. Kosning endurskoðenda.
10. Kosning í nefndir
11. Tillögur um lagabreytingar.
12. Önnur mál.
Liður 1.
Formaður setti fundinn kl 20:07. 13 félagar mættir.
Liður 2.
Sverrir Gunnlaugsson kosinn fundarstjóri Guðjón Halldórsson kosinn ritari.
Liðu 3.
Formaður stikklaði á stóru varðans síðasta ár.
- Girðing löguð. Hannes, Frímann, Guðjón og Jón V. komu að því.
- Keypt var nýtt spil.
- Lúlli var nefndur varðandi slátt á svæðinu, en fleyri komu að því.
- Landsmót skáta. Hamranes var lánað um Hvítasunnuna og var svæðið slegið og hirt sem endurgjald. Haldið var svifflug samkoma á Sandskeyði. Skátarnir hafa óskað eftir að fá Hamranes aftur í ár.
Liður 4.
Gjalkeri fór yfir reikninga félagsins. Reikningar samþykktir samhljóða eftir smá umræðu og var ákveðið að spilið sem var keypt og gjaldfært væri fært sem eign á efnahagsreikningi.
Liður 5.
Samþykkt að hækka félagsgjald úr kr. 15.000,- í kr. 16.000,-
Liður 6.
Farið yfir mót og flugkomur á vegum Þyts og verðlaun veitt fyrir Íslandsmót í F3F og F3B.
Smáskali. Nefndarmenn aðeins farnir að ryðga, en trúlega var talsverður vindur og módelin bara til sýnis inni.
Svifflug. Sjá meðfylgjandi skýrslu frá Sverri.
Liður 7.
Bjarni Björnsson endurkjörinn sem gjaldkeri.
Liður 8.
Guðjón Halldórsson og Hannes Kristinsson kosnir sem meðstjórnendur.
Liður 9.
Jón V. Pétursson og Guðjón Halldórsson kjörnir sem skoðunarmenn reikninga
Liður 10.
Frímann, Guðjón og Hannes sjá um smáskala og Piper Cub. Sverrir fer fyrir sviffluginu.
Kaffihlé
Liður 11.
Engvar lagabreytingar.
Liður 12.
Góð umræða um nánast allt milli himins og jarðar en:
- Bjarni talaði um hugmynd að “nafnspjaldi” fyrir Þyt, spjald í kretitkorta stærð með helstu upplýsingum fyrir áhugasama um að tengjast félaginu. Einar Páll hefur mann sem á að reyna að fá í verkið.
- Vantar rafgeyma bæði fyrir nýka spilið og 6 hjólið. Elli tók að sér að skoða málið.
- Rafstöðin biluð. Elli er til í að athuga málið.
- Komið hefur ósk fá Skátunum með afnot af Hamranesi um Hvítasunnu og jafnvel að festa næstu 3 ár. Var vel tekið í að formaðurinn/stjórnin gengi frá samkomulagi.
- Talsverð umræða um framtíðina, tryggingar, nýjar skráningareglur frá Samgöngustofu (drónapróf) og fl.
Fundi slitið rétt fyrir 22:00
Guðjón.
Svifflugið 2022
Árið 2022 var með hinu ágætasta móti eftir frekar róleg Covid ár og eldgos lífguðu aðeins upp á tilveruna á suðvesturhorninu. Það gekk ekkert alltof vel að halda minni mótin sökum þátttökuleysis en á móti náðist að halda Íslandsmóti bæði í hangi og hástarti. Nýtt spil var einnig keypt fyrir hástartsmótin og kom það vel út.
Loksins var komið að því að halda Iceland Open F3F en upprunalega átti það að vera á dagskrá 2020 en vegna Covid þurfi að aflýsa því og svo aftur 2021. En allt er þá þrennt er og dagana 29. til 30. apríl var svo loksins komið að stóru stundinni, fyrsta alþjóðlega „stórmótið“ síðan við héldum Viking Race forðum daga (1996).
Þó nokkuð hafði helst úr lestinni af erlendum keppendum, einhverjir bjuggu enn við ferðatakmarkanir og aðrir áttu ekki heimangengt en þegar upp var staðið mættu 5 erlendir keppendur til leiks ásamt 3 heimamönnum. Þrír komu frá Bretlandi og tveir frá Þýskalandi.
Fyrsta daginn var svo mikið logn að hár blakti ekki einu sinni á kollinum á Bítlunum en dagur tvö bætti það heldur betur upp og voru 20 umferðir flognar í Draugahlíðum vestur þannig að það náðist að ljúka mótinu á einum degi. Þriðja daginn stóð aftur vel á Draugahlíðar vestur og voru þeir allra hörðustu mættir þangað til að fljúga ennþá meira. Leikar fóru svo að Siegfried Schedel frá Þýskalandi varð í fyrsta sæti, John Phillips frá Bretlandi í öðru sæti og Armin Hortzitz í þriðja sæti. Sverrir kom svo efstur af heimamönnum í fimmta sæti, Erlingur í sjöunda og Guðjón í áttunda.
Mótið mæltist vel fyrir og skilaði okkur mjög góðri kynningu út á við en nokkrir góðir menn bentu á það að mögulega gæti verið betra að hafa mótið á milli heimsmeistaramóta þar sem ferðalög og uppihald hérna er dýrt. Við tókum það til greina og á meðan áhugi er til staðar þá munu við halda Iceland Open annað hvort ár á oddatöluárunum og byrjum þá strax 2023 dagana 29. apríl til 1. maí.
Nú eru 18 erlendir keppendur skráðir til leiks á IO2023 og 3 innlendir svo það stefnir í fínasta mót. Ég hvet félagsmenn til að líta við hjá okkur því það er ekki á hverjum degi sem flugmenn af þessu kaliberi eru að fljúga hjá okkur. Svo vantar alltaf góða aðstoðarmenn.
Fjórða júní var svo komið að Kríumótinu en þar mættu 6 keppendur til leiks og flognar voru 3 umferðir í brakandi blíðu með smá kuldaköstum. Fóru leikar svo að Sverrir varð í fyrsta sæti, Guðjón í öðru og Erlingur í því þriðja.
20. ágúst var svo Íslandsmótið í hangi haldið í Draugahlíðum norður og mættu 5 keppendur til leiks og voru flognar 6 umferðir. Meðalvindurinn var í kringum 10 m/s en var farinn að slá upp í 19 m/s þegar mótinu lauk. Sverrir varð í fyrsta sæti, Jón V. P. í öðru og Guðjón í þriðja. Sverrir setti líka nýtt persónulegt hraðamet þegar hann flaug umferðina á 39,02 sekúndum í sjöttu umferð.
21. ágúst var svo Íslandsmótið í hástarti haldið á Sandskeiði og nýja spilið vígt og voru menn sammála um það væri aðeins öflugra en þrítugi öldungurinn sem er svo sannarlega búinn að skila sínu í gegnum tíðina og draga margar vélar á loft. Hægviðri var og fór vel um menn og flognar voru 3 umferðir. Jón V.P. varð í fyrsta sæti, Sverrir í öðru og Guðjón í þriðja sæti. Keppnin var hörð og einungis 187 stig af um 5000 stigum sem skildu að fyrsta og þriðja sætið.
Íslandsmótið í hangi F3F
- Sverrir Gunnlaugsson
- Jón V. Pétursson
- Guðjón Halldórsson
Íslandsmótið í hástarti F3B
- Jón V. Pétursson
- Sverrir Gunnlaugsson
- Guðjón Halldórsson