1. Formaður setti fundinn.
2. Sverrir Gunnlaugsson kosinn fundarstjóri og Bjarni Valur ritari.
3. Skýrsla formanns, Einar Páll fór yfir síðasta ár, framan af lítið flogið á reglulegum flugkvöldum klúbbsins vegna ótíðar, heldur lagaðist veðrið þegar leið á sumarið. Steve Holland heimsótti okkur síðsumars og var gerður góður rómur að þeirri heimsókn. Rætt var um að gera alvöru úr því að uppfæra netfangalista félagsmanna, til að bæta fundarboðanir. Viðraði formaður hugmynd um að halda flugdag með svifflugfélaginu á Sandskeiði í sumar og Guðjón Halldórs kynnti framtíð Hamranes svæðisins, og virðist ekkert vera í gangi sem getur skaðað svæðið eins og staðan er núna. Dráttarvél félagsins er enn til vandræða, Árni Brynjólfsson tók að sér að kíkja á olíuverkið.
4. Reikningar voru lagðir fram og samþykktri einróma.
5. Lagt til að félagsgjald verði óbreytt og það samþykkt.
6. Skýrslur nefnda – smáskalaflugkoma gekk vel þrátt fyrir töluverðan vind, m.a. afrekuðu menn að fljúga saman á tveimur af minnstu vélum flugflotans og má nær öruggt telja að þetta gætu menn ekki leikið aftur þó þeir leggðu mikið á sig til þess. Kríumót haldið 25.júní og gekk vel, það var haldið á Sandskeiði og voru 7 þáttakendur. 1. Sæti – Erlingur Erlingsson 2. Sæti – Guðjón Halldórsson 3. Sæti – Jón V. Pétursson Hástartmót var haldið 9. júlí á Sandskeiði og gekk nokkuð hratt fyrir sig – 6 keppendur tóku þátt. 1. Sæti – Jón V. Pétursson 2. Sæti – Frímann V. Frímannsson 3. Sæti – Erlingur Erlingsson
7. Formaður var kosinn Einar Páll Einarsson,
8. Stjórn var endukjörin, ritari Bjarni Valur Einarsson Árni Finnbogason og Hannes S. Kristinsson kosnir meðstjórnendur 9. Skoðunarmenn reikninga Jón V. Pétursson og Einar Ólafur Erlingsson 10. Kosið var í nefndir F3F – mót Sverrir G. tekur að sér að halda utan um þau. Kríumót Guðjón Halldórs og Frímann sjá um það 11. Rætt var um breytingar á orðalagi á lögum félagsins skv. samþykkt á síðasta aðalfundi og hafa lög félagsins verið uppfærð samkvæmt því.
8. Stjórn var endukjörin, ritari Bjarni Valur Einarsson Árni Finnbogason og Hannes S. Kristinsson kosnir meðstjórnendur
9. Skoðunarmenn reikninga Jón V. Pétursson og Einar Ólafur Erlingsson 10. Kosið var í nefndir F3F – mót Sverrir G. tekur að sér að halda utan um þau. Kríumót Guðjón Halldórs og Frímann sjá um það
11. Rætt var um breytingar á orðalagi á lögum félagsins skv. samþykkt á síðasta aðalfundi og hafa lög félagsins verið uppfærð samkvæmt því.