Aðalfundur þyts ólögmætur

Félagar í flugmódelfélaginu þyt athugið !

Af 83 félagsmönnum þyts 2006 mættu einungis 16 löglegir félagsmenn og tveir gestir, eða 19% löglegra félagsmanna. Þurftu að lámarki 35% eða 29 félagsmenn að mæta á aðalfund þyts til þess að hann væri lögmætur . Vantaði 13 félagsmenn upp á til að aðalfundurinn hefði verið lögmætur.

Samkvæmt lögum þyts var aðalfundur þyts því ólögmætur og honum slitið.

Samkvæmt lögum þyts 4.grein um aðalfund segir:

Nú er aðalfundur ólögmætur vegna ónógrar þátttöku og skal þá boðaður annar fundur með sama fyrirvara sem telst lögmætur hafi hann verið boðaður í samræmi við reglur félagsins.

Samkvæmt þessum lögum fá félagsmenn fundarboð hálfum mánuði fyrir framhaldsaðalfund og þá skiptir ekki máli hvað margir félagsmenn mæta 3 eða 30, fundurinn verður löglegur.

Ef enginn félagsmaður er tilbúinn til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa verður félagið óstarfhæft.

Stjórn þyts mun ákveður fljótlega hvar og hvenær framhaldsaðalfundur þyts verður haldinn.

Böðvar Guðmundson
formaður

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.