Lagabreytingar á aðalfundi Þyts

Með aðalfundarboði fylgdi tillaga til lagabreytinga en það vantaði þessa grein í tillöguna.

Fyrir breytingu: 15. grein – fjármál.
Reikningarsárið er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Reikningar félagsins skulu vera endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum. Ársreikningur skal liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og borinn fram til samþykktar á aðalfundi. Einnig skal á aðalfundi leggja fram sérstakann lista yfir eignir félagsins. Ekki er heimilt að selja eða gefa eignir félagsins sem eru á listanum nema með samþykki 2/3 mættra félaga á félagsfundi, enda komi fram í fundarboði að til standi að ráðstafa eignum félagsins.

Eftir breytingu: 15. grein – Fjármál.
15.1 Reikningsárið er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert.
15.2 Reikningar félagsins skulu vera endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum.
15.3 Ársreikningur og fjárhagsáætlun skal liggja frammi minnst viku fyrir
aðalfund og borinn fram til samþykktar á aðalfundi.
15.4 Leggja skal fram á aðalfundi sérstakan lista yfir eignir félagsins.
15.5 Ekki er heimilt að selja eða gefa eingir félagsins nema með samþykki 3/4 gildra félaga á sérstökum fundi, enda komi fram í fundarboði að til standi að ráðstafa eignum félagsins.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.