Á fundinn mættu forsvarsmenn tómstunda félaga og klúbba og einnig var bæjarstjóri Hafnarfjarðar Lúðvík Geirsson á fundinum. Ný stjórn félagsins var kjörin og í stjórn voru kosnir meðal annara fulltrúar frá Flugmódelfélaginu Þyt, Pétur Hjálmarsson sem ritari og Böðvar Guðmundsson meðstjórnandi.
Á aðalfundi Þyts verður nánar fjallað um TBH og kosið um aðild félagsins að TBH.