Formaður Þyts hefur undanfarið setið fundi til undirbúnings stofnundar Tómstundabandalags Hafnarfjarðar ásamt nokkrum öðrum formönnum klúbba og tómstundafélaga í Hafnarfirði.
Það er ósk Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að stofnuð verði heildarsamtök tómstundarfélaga og klúbba í Hafnarfirði sem standa utan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands.
Í Fjarðarpóstinum 26. okt. 2006 á bls. 7 er auglýsing um að Stofnfundur Tómstundabandalags Hafnarfjarðar verði haldinn þriðjudaginn 31. okt. n.k. og hefst kl. 20.00 í skátaheimilinu Hraunbyrgi, Hjallabraut 51.
Félög og klúbbar í Hafnarfirði eru hvött til að taka þátt í stofnun tómstundabandalags og stuðla að því að en frekari eflingu tómstundastarfs innan Hafnarfjarðar
http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2006-40-skjar.pdf