Vínarbrauðsmótið

Það fréttist af Lóum í vikunni sem voru á hraðferð á Hamranes, þetta þýðir að Vínarbrauðsmótið hjá Þyt er að skella á.

Þetta er annað tveggja móta þar sem veður skiptir engu máli, mótið fer fram þó svo þurfi aðstoð hjálparsveitarmanna til að komast á Hamranes.

Mótið er Laugardaginn 7. apríl – Stundvíslega klukkan 12:00 GMT.

Þátttökuskilyrði er að mæta með kaffi og vínarbrauð ásamt góðum brandara.

Síðan fljúga þáttakendur fram eftir degi að eigin vild hvort sem er með flugvélum og/eða hugarflugi. (Flugsögum). Það má benda á að á þessari og einnig á seinustu öld hefur verið frábært veður þennan dag enda Magnús veðurstofustjóri okkur mjög velviljaður og flugmódelmenn horfa yfirleitt ekki á Sigga storm!!

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.