Þá er vöfflumótið 2008 að baki. Mæting var þokkaleg og það voru eldhugar sem komu. Erlendur stjórnaði aðgerðum innanhúss af röggsemi og á mettíma var félagsheimilið okkar orðið hæft fyrir forsetaheimsókn.
Úti við fóru Þorsteinn og Jón fyrir smíðum á nýju samsetningarborði. Það gekk vonum framar og núna verður hægt að setja saman vélar á glænýju borði. Til stendur að smíða ný startborð sem höfð verða utan pittsins og verður tilkynning þess efnis send út bráðlega!
Boðið var upp á heitar vöfflur með sultu og rjóma meðan á mótinu stóð! Mótinu lauk um kl. 15:00 með sigri allra félaga í Þyt sem hyggjast nýta sér aðstöðuna okkar í sumar.