Vínarbrauðsmót Þyts

Nú er komið að því að halda fyrsta mót ársins hjá Flugmódelfélaginu Þyt þ.e. Vínarbrauðs…mótið

Það verður haldið eins og lög gera ráð fyrir að Hamranesi, laugardaginn 22. mars – klukkan 12:00 (laugardagur um Páska) Þátttökuskilyrði eru þau sömu og venjulega þ.e. að mæta með kaffi og vínarbrauð. Ætli aðilar að vinna til verðlauna þá er algjört skilyrði að kunna að lágmarki eina til tvær góðar flugsögur.

Í ár er Vínarbrauðsmótið sérstakt að því leitinu að það lendir á Góunni. Félagar ættu því að grípa tækifærið núna til að mæta og skemmta sér, þvi þeir þurfa að bíða í 116 ár eftir að ná því aftur á Góunni.

Verði veður eitthvað til leiðinda þá má alltaf hringja í hjálpasveitir til að fá keyrslu útá Hamranes.

Módel eru aukaatriði á þessu móti, þetta er þó kjörið tækifæri til að taka jómfrúarflug á smíði vetrarins.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.