Vöfflumótið 2008 verður haldið laugardaginn 3. maí klukkan 10:00. Þar verður tekið til hendinni á svæðinu okkar að Hamranesi, m.a. stendur til að þrífa húsið og hefja viðhaldsvinnu utanhúss. Eins og flestir vita þá fuku borðin og tíðnitaflan í stormum vetrarins. Stjórn Þyts mun annast innkaup á efni til viðhaldsins og skipuleggja það. Þytsfélagar eru hvattir til að koma og taka til hendinni með okkur og koma svæðinu í stand fyrir sumarið.
Svo verður að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og vöfflur. Nánari tilkynningar verða birtar hér ef þurfa þykir.