Aðalfundur verður 26. nóvember.

Aðalfundur Flugmódelfélagsins Þyts verður haldinn fimmtudaginn 26.nóvember 2009 kl 20:00 í Skátaheimilinu að Hjallabraut 51, Hafnarfirði.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR

Formaður setur aðalfund Þyts.

1. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
2. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4 Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
5. Skýrslur nefnda.
7. Kosning gjaldkera og tveggja meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 8.gr.
8. Kosningning endurskoðenda.
9. Kosning um lagabreytingu á grein 4.3 og 4.4 fellur út.

Er:
4.3 Aðalfund skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara og telst aðalfundur lögmætur ef 35% skuldlausra félagmanna eru mættir.
4.4. Nú er aðalfundur ólögmætur vegna ónógrar þátttöku og skal þá boðaður annar fundur með sama fyrirvara sem telst lögmætur hafi hann verið boðaður í samræmi við reglur félagsins.

Verður:
4.3. Aðalfund skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara. Sé löglega boðað til aðalfundar telst hann löglegur.
4.4. Fellur út.

10. Kosning í nefndir.
11. Tillögur um lagabreytingar.
11. Verðlaunaafhending.
12. Önnur mál.

P.S.
Fundarboð þettað er sent til allra sem eru á félagaskrá Þyts. Þess vegar er rétt að benda á að aðeins skuldlausir- og ævifélagar eru atkvæðisbærir á aðalfundi en vilji menn verða atkvæðisbærir á aðalfundi er mögulegt að greiða félagsjöldin fyrir aðalfund, hjá gjalkera, eða inn á bankareikning Þyts: 0115-26-003831, kt 670990-1419. (senda kvittun á jvp@simnet.is).

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.