Kríumót 2009 úrslit.

Eitt besta Kríumót lengi. Margir mættir á svæðið, bæði til að keppa, aðstoða og bara horfa. Vindur var lengst af 4-5 m/s N. Hiti fór upp í 16¨C.
Var ekki hægt að ljúka síðast hraðafluginu. Vindur fór að snúa sér. Böðvar flaug eitt flug með vindinn úr öllum áttum. Fékk lélega hæð. Fyrsta 180°beygjan var ótrúleg, blanda af snappi og rolli, trúlega með aðstoð einhverrar ókyrrðar. Hann kláraði alla 4 leggina á ágætum tíma (45 sek), þrátt fyrir að öllum fyndist að hann ætti bara að drífa í að lenda. Umferðinni var síðan aflýst.
Hér má sjá töflu með úrslitum.

kriumot1

Aðeins um útreikning á stigum.
Hraðaflug. Besti tími gefur 1000 stig. T.d. ef 30 sek er best gæfu 60 sek 500 stig.
Tímaflug. 5 mínútur gefa 300 stig. Tími sem fer yfir 5 mínútur dregst frá. Lending getur gefið max 100 stig, vegalengd minni en 1 m. Lækkar um 5 stig fyrir hvern m. 14 til 15 m gefa 30 stig. Þar fyrir ofa 0 stig. Lagt er saman stig fyrir tíma og lendingu. Hæðasta skor gefur 1000 stig og aðrir hlutfallslega út frá því.

Takk fyrir góðan dag,

Nefndin.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.