Eitt besta Kríumót lengi. Margir mættir á svæðið, bæði til að keppa, aðstoða og bara horfa. Vindur var lengst af 4-5 m/s N. Hiti fór upp í 16¨C.
Var ekki hægt að ljúka síðast hraðafluginu. Vindur fór að snúa sér. Böðvar flaug eitt flug með vindinn úr öllum áttum. Fékk lélega hæð. Fyrsta 180°beygjan var ótrúleg, blanda af snappi og rolli, trúlega með aðstoð einhverrar ókyrrðar. Hann kláraði alla 4 leggina á ágætum tíma (45 sek), þrátt fyrir að öllum fyndist að hann ætti bara að drífa í að lenda. Umferðinni var síðan aflýst.
Hér má sjá töflu með úrslitum.
Aðeins um útreikning á stigum.
Hraðaflug. Besti tími gefur 1000 stig. T.d. ef 30 sek er best gæfu 60 sek 500 stig.
Tímaflug. 5 mínútur gefa 300 stig. Tími sem fer yfir 5 mínútur dregst frá. Lending getur gefið max 100 stig, vegalengd minni en 1 m. Lækkar um 5 stig fyrir hvern m. 14 til 15 m gefa 30 stig. Þar fyrir ofa 0 stig. Lagt er saman stig fyrir tíma og lendingu. Hæðasta skor gefur 1000 stig og aðrir hlutfallslega út frá því.
Takk fyrir góðan dag,
Nefndin.