Vínarbrauðsmót Þyts 2009

Það verður haldið eins og lög gera ráð fyrir að Hamranesi, laugardaginn 11 apríl- klukkan 12:00 (laugardagur um Páska) Þátttökuskilyrði eru þau sömu og venjulega þ.e. að mæta með kaffi og vínarbrauð.

Munið að módelin eru algjört aukaatriði á þessu móti, aðaltilgangur þess er að eiga góða stund saman út á Hamranesi og skiptast á stríðssögum. Þetta er þó kjörið tækifæri til að taka jómfrúarflug á smíði vetrarins og veðurspáin lofar góðu.

Meðlimir úr öðrum flugmódelklúbbum eru einnig hjartanlega velkomnir til okkar.

Kveðja,

Stjórnin

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.