Aðalfundi lokið

Aðalfundur Þyts var haldinn fyrr í kvöld í Skátaheimilinu í Hafnarfirði. Ekki var mikið um mannabreytingar, Einar Páll fékk áframhaldandi kosningu sem formaður ásamt meðstjórnendunum Einari og Erni. Lúðvík ritari gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað var kosinn Bjarni V. Einarsson. Skoðunarmenn reikninga voru svo kosnir þeir Lúðvík Sigurðsson og Einar Erlingsson.

Í tengslum við fjárhagsáætlun félagsins og undir liðnum önnur mál var svo rætt um framkvæmdir á Hamranesi og þá einna helst viðgerðir og viðhaldsmál í kringum brautirnar ásamt því sem rætt var um myndavélahugmyndir.

Posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundi lokið

Aðalfundur 2014 – Fundarboð

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Þyts verður haldinn fimmtudaginn 13.febrúar 2014 í Skátaheimilinu
að Hjallabraut 51, Hafnarfirði og hefst kl. 20:00.

Aðalfundur Þyts hefur æðsta vald í málefnum félagsins og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þannig virkan þátt í mótun félagsins.
Við viljum líka hvetja áhugasama um setu í stjórn eða nefndum að senda póst á stjorn@thytur.is og gefa kost á sér skv. 7., 8., 9., og 10. lið dagskrár aðalfundarins.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Formaður setur aðalfund Þyts.
2. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
3. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
4. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
6. Skýrslur nefnda.
7. Kosning formanns skv. 8.gr.
8. Kosning ritara og tveggja meðstjórnenda skv. 8.gr.
9. Kosning endurskoðenda.
10. Kosning í nefndir.
11. Tillögur um lagabreytingar.
12. Önnur mál.

Coke & prince á sínum stað.

Rétt er að benda á að aðeins skuldlausir- og ævifélagar eru atkvæðisbærir á aðalfundi.
Vilji menn verða atkvæðisbærir á aðalfundi er mögulegt að greiða félagsgjöldin fyrir aðalfund, hjá gjaldkera, eða inn á bankareikning Þyts: 0115-26-003831, kt 670990-1419. (senda kvittun á gjaldkeri@thytur.is ).

þytur logo plain

Stjórnin

*********************** Viðauki vegna lagabreytinga ***********************

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum liggja fyrir og verða lagar fyrir fundinn;

1. Grein 3.3 hljóðar:
Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi. Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.
Grein 3.3 eftir breytingu hljóðar þá:
Heimilt er að kjósa heiðursfélaga, þá er unnið hafa markverð störf í þágu módelflugs á Íslandi. Tillögur um heiðursfélaga berist stjórn amk. einum mánuði fyrir aðalfund. Til kjörs heiðursfélaga þarf samhljóma atkvæði allra stjórnarmanna.

2. Grein 6.3. hljóðar:
Þeir sem ganga í félagið á tímabilinu september til desember greiði hálft félagsgjald fram að næstu lyklaskiptum að flugsvæði félagsins að Hamranesi.
Grein 6.3. eftir breytingu hljóðar þá :
Nýliðar greiði hálft gjald við nýskráningu í félagið, enda hafi viðkomandi þá ekki áður verið félagi í Flugmódelfélaginu Þyt.

Posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur 2014 – Fundarboð