Stóri flugmódeldagurinn

Í tilefni 35 ára afmælis flugmódelfélagsins Þyts verður haldin flugmódel flugsýning á Hamranesflugvelli laugardaginn 2.júlí nk.og hefst sýningin kl. 10 og stendur til kl. 16

Allir módelmenn eru hvattir til að mæta út á Hamranes þennan dag með uppáhalds módelið sitt.

Sendagæsla verður á staðnum fyrir þá sem hugsa sér að fljúga á sýningunni. Ekkert skipulagt flug verður en ætlast til þess að menn verði duglegir að fljúga. Það fær samt enginn að fljúga án leyfis frá sendagæslu og þeir sem eru í loftinu fá frið til að ljúka sínu flugi.

Flugmenn hafi öll öryggis atriði ofarlega í huga þegar flogið er nálægt fólki eins og er á flugsýningum.

12V rafgeymir verður í pittinum fyrir þá sem þurfa start. Ekki er ætlast til þess að flugmenn noti rafgeyma úr bílum.

Eftir að módelmenn eru búnir að koma módelunum sínum fyrir á svæðinu þurfa menn að færa bílana og leggja þeim á sérstök bílastæði.

Aðgangur ókeypis inn á svæðið. Veitingatjaldið opið og hægt að fá þar eithvað gott í gogginn.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.