Þökkum fyrir félagsstarfið í vetur og gleðilegt flugsumar !

Sagt er að þegar vetur og sumar frýs saman verði sumarið gott. Og svo sannarlega var sumardagurinn fyrsti frábær. Margir mættu á Hamranesflugvöll að fljúga. Boðið var upp á kaffi og vöfflur með sultu og rjóma í tilefni dagsins.

Nú er búið að lagfæra hliðið að Hamranesflugvelli og þakkar stjórn flugmódelfélagsins þyts Georgi Georgssyni fyrir fagleg vinnubrögð við að laga læsinguna og virkar hún nú betur en nokkru sinni fyrr.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.