Áskorun !
Félagmenn Þyts gefið kost á ykkur til félags og stjórnarstarfa núna.
Sagan um Litlu gulu hænuna. Gagnast félaginu ekki.
Ekki benda á mig ég er búin að gera mitt fyrir félagið. Gagnast félaginu ekki heldur.
Áður í sögu félagsins hefur það komið fyrir að á aðalfundi þyts hafi mætt of fáir félagsmenn og þá verið boða til framhaldsaðalfundar og ný stjórn kjörin.
það er ekki vandamál félagsins að boða til framhaldsaðalfundar, enda er á þeim fundi ekki tekið tillit til hve margir mæta, fundurinn verður alltaf löglegur.
Vandamálið er að fá félagsmenn til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Vandamálið er að þrátt fyrir mikla leit hefur enginn félagsmaður fundist sem tilbúinn er til stjórnarsetu.
Félagar ef þið hafið áhuga á að félagið starfi áfram þá er bara eitt að gera, gefið kost á ykkur sjálfum. Ekki ætlast til að einhverjir aðrir geri hlutina fyrir ykkur.
Það er gott að félagsmenn Þyts tjá sig um vandamálið t.d. á fréttavef flugmódelmanna. Tali sig saman um hverjir eigi gott með að starfa saman og gefi kost á sér til kjörs á framhaldsaðalfundi þyts.
Nóg er um að velja því öll stjórnar og nefndarstörf hjá flugmódelfélaginu þyt eru laus.
Formaður þyts laus staða, búinn að starfa í stjórn í tvö ár.
Ritari laus staða, búinn að starfa í stjórn í tvö ár.
Gjaldkeri laus staða, gaf eingöngu kost á sér til eins árs.
Meðstjórnandi laus staða, búinn að starfa í stjórn í tvö ár.
Mótanefndum fimm til sex stöður.
Flugvallarnefnd (hús og slátturmál) fjórar stöður.
Nýliðanefnd ein staða.
Ritnefnd tvær stöður.
Öryggisnefnd tvær stöður.
Rafstöðvar nefnd. tvær stöður.