Mikil áhugi á módelflugi

Sjaldan hafa fleirri greitt félagsgjald til flugmódelfélagsins þyts en nú 2006, bæði gamlir og nýir félagar.

Eftir að læsing á hliði að Hamranes flugsvæðinu var löguð nú í vor og enginn ætti að komast inn á flugsvæðið á Hamranesi nema að hafa borgað félagsgjaldið og fengið lykil.

Þá hafa einhverjir mjög áhugasamir um módel flug, haft fyrir því að vefja niður bindivír sem heldur gaddavírnum við girðingastaurana miðsvæðis, til þess að geta klofað auveldlega yfir gaddavírinn, en samt þurft að bera flugmódelgræjurnar niður að flugbrautum. Nú er búið er að lagfæra þessar skemmdir.

.
Einnig hefur gaddavír og girðingastaurar alveg við fótboltavöllinn verið rifinn niður til að geta komist inna á svæðið á ökutækjum. Nú er búið að reka niður auka girðingarstaura og lagfæra gaddavírinn, svo þessi leið er ekki fær lengur.

Einnig hafa einhverjir reynt að brjóta upp lásinn á hliðinu með því að lemja undir slánna. Hliðið var ný málað en málningin er öll marin og flögnuð af undir slánni. Það góða er að læsingin heldur en þó er komið nokkuð slag í læsingarbúnaðinn.

Merkilegt hvað menn leggja á sig til að sleppa við að greiða nokkra þúsund kalla fyrir félagsgjaldið en vera samt með fluggræjur upp á tugi þúsunda.

Það er miklu auðveldara að borga félagsgjaldið til þyts og vera tryggður og vera með allt sitt á hreinu og fá passa og lykil að svæðinu heldur en að standa í svona rugli.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.