Gott flugveður var á laugardaginn 15. apríl á Vínarbrauðsmótinu og mættu 14 félagar, einnig var frábært flugveður annan í Páskum sem flugmenn nýttu sér óspart.
Kemur sér vel að hafa svona frábært félagshús á Hamranesflugvelli og geta hlýjað sér og hitað kaffi.
Allra næstu daga verða send út rukkanir fyrir félagsgjald í Flugmódelfélaginu þyt fyrir árið 2006.
Í framhaldi af því verður skipt um allar skrár á Hamranesflugvelli og nýr lykill sendur þeim sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið 2006.
Rafstöðin á Hamranesi er nú í fínu lagi eftir viðgerðir og endurbætur á síðasta ári og hefur komið að góðum notum til að hita flugstöðina upp nú um Páskana og í vetur.
Eggert Þorsteinsson heiðursfélagi og pípari okkar þytsmanna mun tengja vatnslagnir flugstöðvarinnar á Hamranesi næstu daga.