Flugkoma Þyts á laugardaginn heppnaðist príðilega þrátt fyrir að veðrið hafi verið hálf leiðinlegt til módelflugs. En inn í veitingatjaldinu var hlítt og notalegt þar sem menn sátu í hring við gasgrillið. Þar voru sagðar sögur og mikið hlegið meðan grillaðar voru pylsur ofan í mannskapinn.
Flugsvæðið á Hamranesi hefur ekki litið betur út í langan tíma. Allt svæðið umhverfis flugbrautir vel slegið og grasið mjög grænt eftir að áburði var dreift á það í vor.