Laugardaginn 1. júlí verður flugkoma hjá Flugmódelfélaginu þyt Hamranesflugvelli og hefst kl. 10:00 og stendur yfir allan daginn.
Stóri flugmódeldagurinn þyts er aðal flugkoma þyts á árinu.
Stóri flugmódeldagur þyts er opinn öllum flugmódelmönnum og eru þeir hvattir til að mæta með góða skapið og sem flest módel af öllum stærðum og gerðum .
Af öryggisástæðum er engum heimilt að fljúga nema þeim sem eru í módelfélagi og með tryggingar í lagi 2006.
Af öryggisástæðum verður senda og tíðnigæsla fyrir þá sem koma til með að fljúga á hátíðinni.
Stóra tjaldið verður sett upp og boðið upp á léttar veitingar yfir daginn.
Ekki verður um skipulagða flugsýningu fyrir almenning að ræða að þessu sinni, heldur frekar að flugmódelmenn fljúgi allan daginn sér og öðrum til ánægju. Þó má búast við að svona uppákomur laði að áhorfendur.
Einnig má búast við heimsókn flugmanna á fullvöxnum flugvélum eins og Piper Cub sem auðveldlega getur lent á Hamranesflugvelli.