Traktor og slátturvél

Til stendur að slá grasið í kringum flugbrautir fyrir lendingarkeppnina sem verður haldin á laugardaginn.

Þá eru félagarnir í vallarnefndini Pétur, Árni og Andrés búnir að gera Traktorinn og slátturorfin tilbúin fyrir sláttinn í sumar.

Búið er að fá nýjan rafgeimi í Traktorinn og laga hleðsluna.

Dekkin á slátturvélinni eru orðin mjög léleg og í næstu viku verða sex ný dekk með grófu munstri sett undir.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.