Aðalfundur flugmódelfélagsins Þyts verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember 2008 kl. 20:00 í Bíósalnum (Þingsal 5) Hótel Loftleiðum Reykjavíkurflugvelli.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Skýrsla formans um störf félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
4. Skýrslur nefnda.
5. Kosning formans samkvæmt ákvæðum 9. greinar.
6. Kosning ritara, gjaldkera og meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 9. greinar
7. Kosning endurskoðenda.
8. Kosning í nefndir.
9. Tillögur um lagabreytingar (1. fjölga meðstjórnendum úr tveimur í fjóra. 2. Tillaga að nýju félagsmerki Þyts.
10. Önnur mál.
Stjórnin