Kæri félagi
Við minnum á okkar árlega gamlársflug þann 31. desember næstkomandi á Hamranesi klukkan 11:00. Ef veður verður ekki hagstætt til flugs er allavega gaman að hittast og spjalla saman.
Sjáumst!
Stjórnin
Orrustan um Hamranes
Stjórnin áframsendir ykkur hér tilkynningu frá Birni Geir af fréttavefnum:
Já félagar… við Þyts-limir ætlum að vera úti á Hamranesi hvort sem flugfært verður eða ekki.
Mætt verður hvort sem viðrar til útiveru og flugs eða ekki.
Mæting um 11 eins og áður hefur verið tilkynnt.
Menn taki gjarnan með sér eitthvað að lepja og naga. Við stjórnarliðar hitum kaffi og tökum með eitthvað sætabrauð.
Komum endilega allir sem geta.Ég er svo að hugsa um að efna til keppni ef veður og tækni leyfir:
“Orrustan um Hamranes”
Keppnin felst í því að reyna að skjóta niður gamla Skæstarinn minn… ef hann vill þá fljúga á annað borð og það viðrar til þess, þá býð ég hér með öllum sem vilja að reyna að skjóta á hann með nýjársrakettum. Þeim sem það tekst fær verðlaunagrip
Reglurnar eru einfaldar. Ef Skæstarinn á annað borð fæst til að fljúga þá stilla menn upp flöskum eða einhverjum ámóta skynsamlegum skotpöllum á völlinn meðfram brautinni. Ég flýg svo yfir skotpallana, rólega í mátulegri hæð í beinni línu upp í vindinn og keppendur reyna sem sagt að kveikja í skotfærunum með réttum fyrrivara til að hitta vélina.
Hæfileg skotfæri eru hvers konar rakettur með priki. Neyðarblys, handblys og þess háttar telst svindl.
Auðvitað er hagstæðast að nota einhvers konar smárakettur. Fjöldi skotpalla á keppanda er ekki takmarkaður.Sá sem hittir vélina fyrst að mati dómara (sem útnefndur verður á staðnum) eða hvers flaug fer það nálægt að hún er án vafa innan vænghafs, vinnur.
Nærskot án þess að hitta vélina örugglega, stöðva ekki keppnina en afrekið er skráð og telst sigurskot nema annað betra komi seinna.
Ef einhverjum tekst að hitta svo að Skæstarinn laskast og hrapar þá fær sigurvegarinn að hirða brakið og fær nafnbótina “Hamranes-ás” auk verðlaunagripsins.
Skjóta má eins mörgum flaugum og menn geta með góðu móti kveikt í en skotmenn verða að stilla sér upp með nokkru milibili svo dómari geti greint hvers flaug það er sem hittir.
Samanlagður keppnistími verður hið minnsta 10 mínútur eða þar til skotfæri klárast eða menn verða leiðir á þessu.
Það sem er bannað er að fara ógætilega með rakettur og önnur áramótaeldfæri. Það er heldur ekki leyfilegt að reyna að eyða skotmarkinu á jörðu niðri og að sjálfsögðu alls ekki leyfilegt að skjóta á mig eða dómarannAllar tillögur að betri keppnisreglum sem stuðla að því að gera þetta skemmtilegra eru vel þegnar.
Sjáumst á Hamranesi.
Björn G. Leifsson
Baron von Skystarenburg