Þá er síðasta klúbbkvöld okkar hjá Þyt lokið í ár. Góð mæting var á svæðið, nokkrir mættu með flugmódel og flugu í rokinu. Það var svo rúmlega klukkan 19:00 að Steini formaður tók upp fyrsta pylsupakkan og byrjaði að grilla ofan í mannskapinn, 50 pylsur og nokkrir lítrar af gosi fóru þar
Klukkan 20:00 var fyrsti vetrarfundur okkar settur. Ákveðið var að mála klúbbhúsið okkar. Við stefnum að því að ganga í það verk næsta miðvikudag 8. September klukkan 18:00. Um að gera að mæta sem flestir í það, þá ætti sú vinna ekki að taka langan tíma
Ef veður er óhagstætt þá verður verkinu frestað og nánar auglýst síðar.
Kær kveðja,
Stjórnin.