Klúbbkvöldum Þyts lokið í ár – Vetrarstarf að hefjast.

Þá er síðasta klúbbkvöld okkar hjá Þyt lokið í ár. Góð mæting var á svæðið, nokkrir mættu með flugmódel og flugu í rokinu. Það var svo rúmlega klukkan 19:00 að Steini formaður tók upp fyrsta pylsupakkan og byrjaði að grilla ofan í mannskapinn, 50 pylsur og nokkrir lítrar af gosi fóru þar

Klukkan 20:00 var fyrsti vetrarfundur okkar settur. Ákveðið var að mála klúbbhúsið okkar. Við stefnum að því að ganga í það verk næsta miðvikudag 8. September klukkan 18:00. Um að gera að mæta sem flestir í það, þá ætti sú vinna ekki að taka langan tíma
Ef veður er óhagstætt þá verður verkinu frestað og nánar auglýst síðar.

Kær kveðja,
Stjórnin.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.