Klúbbkvöld og upphaf vetrastarfs

Þá er komið að síðasta formlega klúbbkvöldinu okkar miðvikudaginn 1. September, munið að mæta tímanlega eða um klukkan 18:00.
Í tilefni síðasta klúbbkvöldsins býður Þytur uppá grillaðar pylsur og drykk á Hamranesi.

Fyrsti formlegi innifundur okkar verður haldinn á Hamranesi sama kvöld og hefst hann um klukkan 20:00. Þá ættu flestir að vera búnir að fljúga og háma í sig pylsur.

Kær kveðja,
Stjórnin

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.