Piper Cub flugkoma 4. ágúst 2010.

Næstkomandi miðvikudagskvöld 4. ágúst er Piper Cub flugkoma á Hamranesflugvelli og hefst flugkoman klukkan 19:00. Allir félagsmenn sem eiga Piper Cub eru hvattir til að mæta.

Pétur Hjálmarsson hefur frá árinu 1996 staðið fyrir þessum flugkomum og eftir flug komunna í fyrra skrifaði hann eftirfarandi á fréttavefinn :

“Ég vil þakka öllum Piper Cub mönnum sem mætt hafa vel á þetta mót í gegn um tíðina. Þetta mót er hugsað til heiðurs öllum sem hafa gaman af Piper Cub flugvélum (J3 og super Cub). Fyrsta Pipermótið var haldið árið 1996 og hefur dagsetningin alltaf verið miðvikudaginn, kl.19.00, (fimmtudagur til vara) eftir verslunarmannahelgi. Í fyrra (2008) voru 12 vélar á svæðinu, en ekki allar tiltækar þegar myndataka hófst. Þetta verður svona næstu árin eða á meðan menn hafa áhuga. Ég þakka mönnum á mótinu 2009 fyrir mætinguna. veðrið var ekki upp á það besta, en þetta gekk vel. Ég vil þakka stjórninni og sérstaklega Steinþóri formanni fyrir velheppnaðar veitingar á ´Hamranesi þetta kvöld. Til hamingju Piper kallar…”

Myndir frá Piper Cub flugkomu 2008.
Myndir frá Piper cub flugkomu 2009.

Sjáumst,
Stjórnin.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.