Feðgarnir Björn og Hjörtur ásamt Ingþóri og að ógleimdum fjölmörgum aðstoðarmönnum þeirra eiga þakkir skyldar frá Flugmódelfélaginu Þyt fyrir að standa fyrir byrjendakynningu út á Hamranesflugvelli laugardagsmorguninn 20. maí.
Það er greinilegt að áhugann vantar ekki út í bæ fyrir flugmódelum.
Það gekk allt upp varðandi kynningar í blöðum, tímaritum og útvarpi. Gestabókin sýnir að það komu margir út í flugstöðina okkar, þar var heitt á könnuni ásamt kökum og vínarbrauði sem gestum var boðið upp á.
Flugstöðin kom að frábærum notum einmitt við svona aðstæður þegar napurt er úti.
Það er nokkuð örugt að nýjum félugum mun fjölga í Flugmódelfélaginu þyt og módelverslanir munu selja meira af módeldóti.
Byrjendakynningar eru komnar til að vera.