Klúbbskvöld á miðvikudagskvöldum í sumar

Jæja Allir og Öll !
Miðvikudagskvöldið 9. maí á Hamranesi frá kl.19:00
Klúbbskvöld Þyts á miðvikudagskvöldum eru að detta í gang og verða á hverjum miðvd. til haustsins.

Miðvikudagskvöldin hafa verið geysivinsæl síðastliðin sumur meðal félaga,
og einnig gesta sem óvænt eiga leið um Hamranes eða haft spurnir um hittingana.
Til orkujöfnunar má nefna að Coke og Prince verður að vanda á boðstólnum fyrir lámarksfé.
Ath. ætlunin er að mæta alltaf alla miðvikudaga,, og óháð veðri og vindum.
Til þess höfum við frábært klúbbshús þar sem fínt er að tilla sér niður milli þess sem tekið er til við flug.
Sjáumst… Kv. stjórnin

Posted in Fréttir | Comments Off on Klúbbskvöld á miðvikudagskvöldum í sumar

Vöfflumótið verður 5. Maí.

Kæru félagar og vinir.

Það stefnir í Vöffluilm á Hamranesinu á Laugardaginn 5. mai nk. klukkan 10:00.
Vöfflumótið er árlegt og er vorvísirinn okkar þar sem  félagsmenn koma saman, og taka flug,, huga að svæðinu ,setja vatn á húsið og annað í þeim dúr.
Við hvetjum alla félagsmenn til að koma og gera góðan dag.
Hérna eru myndir frá því í fyrra.

Miðvikudagskvöld verða klúbbskvöld í sumar frá og með næsta miðvikudegi (9.mai)

Einnig minnum við á mótaskrá sumarsins á landsvísu http://thytur.is/?page_id=559 á síðu félagsins
en þar sést vel hve öflugt sumar er framundan hjá flugmódel klúbbunum.

Kveðja stjórnin.

Posted in Fréttir | Comments Off on Vöfflumótið verður 5. Maí.