Klúbbskvöld á miðvikudagskvöldum í sumar

Jæja Allir og Öll !
Miðvikudagskvöldið 9. maí á Hamranesi frá kl.19:00
Klúbbskvöld Þyts á miðvikudagskvöldum eru að detta í gang og verða á hverjum miðvd. til haustsins.

Miðvikudagskvöldin hafa verið geysivinsæl síðastliðin sumur meðal félaga,
og einnig gesta sem óvænt eiga leið um Hamranes eða haft spurnir um hittingana.
Til orkujöfnunar má nefna að Coke og Prince verður að vanda á boðstólnum fyrir lámarksfé.
Ath. ætlunin er að mæta alltaf alla miðvikudaga,, og óháð veðri og vindum.
Til þess höfum við frábært klúbbshús þar sem fínt er að tilla sér niður milli þess sem tekið er til við flug.
Sjáumst… Kv. stjórnin

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.