Félagsfundur 3. nóv.


Kæri félagi Flugmódelfélagsins Þyts.
Næsti félagsfundur Þyts verður Að Hjallabraut 51 í Hafnarfirði
Fimtudaginn 3. Nóvember kl. 20:00
Meðal efnis verður á skjávarpanum frumsýnd samantekt Gísla þórs
á félagstarfi á Hamranesi á liðnu sumri,,en hann var gjarnan með upptöku í gangi þegar félagsmenn stunduðu iðju sína, ekki síst á klúbbskvöldum.
Svifflugs”kitt”á byrjunarstigi verður gestum og gangandi til sýnis.
Félagsmenn eru sem fyrr hvattir til að taka með smíðaverkefni á öllum stigum.
Í hléinu verður coke&prince dregið fram.

Kveðja Stjórnin.

Posted in Fréttir | Comments Off on Félagsfundur 3. nóv.

Klúbbkvöldin kvödd með grilli

Klúbbkvöld okkar í sumar hafa svo sannarlega verið vel sótt af félagsmönnum sem
og góðum gestum sem einnig hafa gert sér ferð á svæðið til að fylgjast með.
Nýliðun hefur verið nokkur þetta sumarið og fögnum við þeim 🙂
Aldrei hefur stærra flug-módel hafið sig til flugs á Hamranesi en sumarið 2011
og ekki er vitað um að smærra flug-módel hafi flogið á Hamranesi en sumarið 2011
Breiddin er því gríðarleg í okkar frábæra klúbbi.
Þytur hvetur alla félagsmenn til að mæta á miðvikudaginn 31.ágúst
á síðasta miðvikudags-hittingi sumarsins sem kvaddur verður með grilli.
Peppi&Prince að hætti hússins.
Nú mæta allir.. Taktu kvöldið frá.
Kv. Stjórnin.

Posted in Fréttir | Comments Off on Klúbbkvöldin kvödd með grilli