Félagsfundur í Janúar

Fyrsti félagsfundur Flugmódelfélagsins þyts á nýju ári verður haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2006 kl. 20.00 í Garðaskóla Garðabæ. Fjallað verður um rafknúin módel, rafmagnsmótora og rafhlöður. Á fundinum verða sýnd rafmknúin flugmódel, annað mótor sviffluga en hitt fjögura hreifla sprengivél. Eftir kók og prins verður sýnt myndband frá flugmóti á Englandi sem nokkrir Íslenskir módelmenn fóru á. Módelmenn hvattir til að koma með á fundinn ný eða hálfsmíðuð módel

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.