Félagsfundur Flugmódelfélagsins þyts verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar 2006 og hefst kl. 20:00 í Garðaskóla Garðabæ. Fjallað verður um áhugaverð málefni módelmanna, og fjallað um hvað menn eru að smíða þessa dagana m.a verður 1/3 skala flugmódel Fokker dr 7 frá WW1 á fundinum sem Skjöldur Sigurðsson er að leggja síðustu hönd á við smíði og frágang. Ágúst H. Bjarnason sýnir R/C tölvu flugleik sem hann hefur sett inn nýjan flugvöll og bakgrunn við. Eftir kók og prins verður sýnt stutt myndband frá hangflugi svifflugvéla í Draugahlíðum og frá Kríumóti og módelflugi WW1 á Hamranesi.
Sjáið myndir frá janúar fundinum.
Sarpurinn
Flugmódelfélög
Módelsíður
Nýjast á módelspjallinu