Laugardaginn 20. maí frá kl. 9 til 12 verður tekið á móti forvitnum og nýliðum sem hafa áhuga á að kynnast félaginu og flugmódelíþróttinni.
Endilega, þið sem eruð að fylgjast með hérna og langar til að kynnast þessu í návígi eða kannski eitthvað byrjaðir en vantar hvatningu og aðstoð, endilega komið út á Hamranesflugvöll á laugardaginn 20. maí.
Jafnvel hægt að “taka í snúru” ef forsjónin og aðstæður leyfa.
Ef illa viðrar þá sitjum við allavega inni með flughermi og kaffi og segjum frá, sýnum módel og svörum spurningum.
umsjón: Björn G. Leifsson og Ingþór Guðmundsson