Erlendar keppnir

Viking race heimsmeistarakeppnin í hangflugi svifflugvéla F3F verður haldin á Skodlandi á þessu ári 8 til 15 sept. 2006. Mörg undanfarin ár hafa Íslendingar tekið þátt í þessari keppni, sem haldin er annað hvert ár víðsvegar um heiminn.

Á þessu ári verður það í þrettánda sinn sem listflugskeppnin F3A er haldin í Evrópu eftir reglum FAI . FAI (Fédération Aéronautique Internationale) eru samtök um allt er varðar flugsportið, stofnuð 1905.

Nú verður keppnin haldin í Sviss 26. ágúst til 2. september 2006. Ef módel menn sem áhuga hafa á listflugi eru á ferðinni á þessum tíma væri upplagt að fylgjast með hvernig þessi mót fara fram.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.