Kríumót 15.maí 2010.

Kríumótið verður Haldið á Höskuldarvöllum og lagt verður af stað frá Álverinu í Straumsvík kl. 10.

Kríumótið er trúlega eitt elsta mót sem haldið er á vegum Þyts. Alltaf haldið að vori, til að fagna komu Kríunnar. Að þessu sinni verður Kríumótið 15/5/2010 á Höskuldarvöllum, eins og oft áður.
Ef að líkum lætur förum við fljótlega í könnunarleiðangur og til að prófa spilið. Gott að þeyr sem hafa áhuga á að fylgjast með undirbúningnum lát vita svo hægt sé að hafa samband. Þetta er oft ákveðið með stuttum fyrirvara.
Reglur fyri Kríumót 2010
1. Flognar 3 umferðir. Hver umferð samanstendur af tímaflugi og hraðaflugi. Lélegustu umferð hent.
2. Tímaflug. Tími 5 mínútur. Endar með marklendingu.
3. Hraðaflug. 4 x 150 m leggir.
Aðeins um útreikning á stigum.
Hraðaflug. Besti tími gefur 1000 stig. T.d. ef 30 sek er best gæfu 60 sek 500 stig.
Tímaflug. 5 mínútur gefa 300 stig, eitt stig fyrir hverja sekúntu. Tími sem fer yfir 5 mínútur dregst frá, 1 stig / sekúnta. Lending getur gefið max 100 stig, vegalengd minni en 1 m. Lækkar um 5 stig fyrir hvern m. 14 til 15 m gefa 30 stig. Þar fyrir ofa 0 stig. Lagt er saman stig fyrir tíma og lendingu. Hæðasta skor gefur 1000 stig og aðrir hlutfallslega út frá því.

Kveðja,
Stjórnin.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.