Aðalfundur Þyts 2011

Aðalfundur Þyts verður haldinn 24. nóvember 2011
Fundurinn verður haldinn í Skátaheimilinu að Hjallabraut 51, Hafnarfirði kl. 20:00.

Aðalfundurinn verður að vanda fjörugur og ýmis skemmtileg mál tekin fyrir. Steini, okkar fyrverandi formaður hefur pantað glæsilega tertu hjá einum besta bakara landsins.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og skal minnt á að samþykkt var lagabreyting á síðasta aðalfundi sem kveður á um að aðalfundur sé löglegur, ef til hans er boðað bréflega með a.m.k. tveggja vikna fyirvara.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR

Formaður setur aðalfund Þyts.
1. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins.
2. Skýrsla formanns um störf félagsins á liðnu starfsári.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4 Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
5. Skýrslur nefnda.
7. Kosning gjaldkera og tveggja meðstjórnenda samkvæmt ákvæðum 8.gr.
8. Kosningsning endurskoðenda.
9. Kosning í nefndir.
11. Verðlauna afhending
12. Önnur mál.

Rétt að benda á að aðeins skuldlausir- og ævifélagar eru atkvæðisbærir á aðalfundi en vilji menn verða atkvæðisbærir á aðalfundi er mögulegt að greiða félagsjöldin fyrir aðalfund, hjá gjalkera, eða inn á bankareikning Þyts: 0115-26-003831, kt 670990-1419. (senda kvittun á jvp@simnet.is ).

Stjórnin,

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.