Aðalfundi 2012 lokið

Aðalfundur Flugmódelfélagsins Þyts var sem kunnugt er,haldinn miðvikudagskvöldið 28.nóvember 2012.
Mæting var með ágætum, eða um 40 félagar.
Óskað var liðsinnis Péturs Hjálmarssonar til fundarritara hann samþykkti, og var hann því settur fundarritari.
Eysteinn H Sigursteinsson Formaður setur fundinn ,
tilnefndur og kjörinn til fundarstjórnunar er Sverrir Gunnlaugsson.
Skýrsla stjórnar – flutt af formanni; ágrip úr starfsárinu og inn í skýrslu var sýnt stutt myndband frá sýningu Flugmódelfélagsins Þyts á Reykjavíkurflugvelli og heimsókn félagsmanna og annara félaga á “Patró”
á liðnu sumri.
Gjaldkeri félagsins Jón V. Pétursson lagði fram, og las upp reiknings-uppgjör tímabilið 2011-2012
Reikningar samþykktir af fundargestum með lófaklappi.
Jón V.P. bar upp fyrir hönd stjórnar, tillögu um óbreytt félagsgjöld ,,og eftir nokkrar umræður um forsendur félagsgjalda og uppástungur bæði um hækkun/lækkun ,voru óbreytt félagsgjöld samþykkt af fundinum.
Mótaskrá og mótshald sumarsins rætt, og hvernig til tókst.

Kosning formanns; Einar Páll Einarson var kjörinn formaður
og tekur við kefli Eysteins H.Sigursteinssonar.
Við Þökkum Eysteini kærlega fyrir störf í þágu félagsins.
Kosning ritara; Lúðvík R. Sigurðsson endurkjörinn til næstu tveggja ára.
Kosning meðstjórnenda; Haraldur Sæmundsson endurkjörinn til næstu tveggja ára
Örn Ingólfsson var kjörinn í stað Sigurgeirs Bjarnasonar
við Þökkum Sigurgeir kærlega fyrir störf í þágu félagsins.
Guðjón Ágústsson kom í stað EPE í meðstjórn til næsta kjörs
meðstjórnenda.
Kosning endurskoðenda; Rafn Thorarensen og Erlingur Erlingsson voru endurkjörnir.

Verðlaun voru veitt vegna hraðflugsmóta sumarsins, sem öll voru haldin og tókust vel.
Verðlaunin- Glæsilegan bikar, hlaut Sverrir Gunnlaugsson.
Önnur mót til verðlauna voru ekki haldin.

Fundarhlé var svo tekið um það bil klukkustund eftir setningu fundar.
Veitingar voru veglegar að vanda, rjómaterta skreytt Þytsmerkinu ásamt rjúkandi kaffi eða kakó.

Önnur mál; voru svo tekin fyrir að fundarhléi loknu.
Að sögðum flugsögum og ágripi að grunni félagsins mælti Rafn Th. fyrir tilögu þess efnis að gera að heiðursfélögum tvo félagsmenn ,, Böðvar Guðmundsson og Skjöld Sigurðsson, Það var samþykkt með lófaklappi
Tillaga barst til stjórnar um að gera kennara og tilsjónarmann/menn sýnilega á síðu félagsins og efla nýliðakennslu.- Vel var tekið í það að hálfu stjórnar .
Nýkjörinn formaður sleit svo fundinn, og hafist var handa við frágang á sal Hraunbúa.

Þytur þakkar öllum sem sóttu fundinn fyrir gott kvöld.
Kveðja Þytur.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.