Marsfundur Þyts fór vel fram, Böðvar, Frímann og Steinþór sögðu okkur allt um Svifflug. Böðvar var búinn að gera stórglæsilegt myndband með samantekt af því helsta varðandi svifflug. Á meðan Böðvar sagði okkur allt um Hangflug þá rúllaði myndbrot sem sýndi hang.
Böðvar kom líka með “Termik” með sér í pappakassa og gat með því útskýrt vel hvernig það virkar og hvernig best er að nota það. Frímann sagði okkur allt um hástart og auðvitað rúllaði þá myndbandið með þar sem hástart var sýnt við allskonar aðstæður. Steinþór sagði svo hópnum frá flugtogi í lokin.
Eftir það hóft mikil kók og Prins neysla.
Meðan á kók og Prins neyslan var sem hæðst var sett samantekt frá Kríumótinu 2011 í gang á stóratjaldinu. Mjög flott myndband þar á ferðinni.
Fullt af flottum myndum er á fréttavefnum.
Sarpurinn
Flugmódelfélög
Módelsíður
Nýjast á módelspjallinu