Klúbbskvöldin enda með grilli 11.september

1346670760_0

Síðasta klúbbskvöld félagsins þetta tímabilið, verður á miðvikudagskvöldið kemur, þann 11. september nk.  Miðað er við klukkan 18;00 á Hamranesi, en fyrr er auðvitað betra fyrir þá sem vilja fljúga enn meira. Þegar birtu tekur svo að bregða, mun grillið verða tendrað og Þytskvöldunum þar með verða lokað með grilluðum pylsum.

Öll klúbbskvöldin voru á sínum stað í hverri viku í allt sumar ,og ekkert þeirra datt út! ,,þrátt fyrir að veðrin væru á stundum hrekkjótt en svo komu einnig kvöld þar sem ekki bærðist hár á höfði. Alls verða þá samtals 19 Þyts-kvöld haldin þetta tímabilið og sem fyrr segir, þá er aðeins EITT EFTIR!!

Það er einlæg ósk stjórnarinnar að sem flestir / helst allir félagsmenn Þyts og gestir úr öðrum klúbbum kappkosti að mæta.

Kveðja Stjórn Þyts.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.