Minnum á aðalfund Þyts í kvöld

Þytur minnir félagsmenn á aðalfundinn í kvöld kl. 20:00 í Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði. Aðalfundurinn hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins , og er því mikilvægt að allir félagsmenn kappkosti að mæta.

Einnig minnum við á að aðeins skuldlausir félagar Þyts hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Eigi menn ógreitt félagsgjald er hægt að gera það upp hjá gjaldkeri@thytur.is eða greiða á staðnum á fundi og öðlast þá fullgilda félagsaðild.

Gómsætar veitingar verða í boði Þyts.

This entry was posted in Fundir. Bookmark the permalink.