Author Archives: sverrir

Hamranes í kjölfar storma

Stormar liðinna vikna hafa heldur betur haft áhrif á aðstöðuna okkar að Hamranesi. Tíðnitaflan er fokin um koll og borðin í pittinum eru sömuleiðis fokin að stórum hluta og komin í tætlur. Það er ljóst að okkar bíður verkefni á vormánuðum við að gera við borðin og festa tíðnitöfluna, en það eru líka hugmyndir um að gera startborð svipuð þeim sem eru á Arnarvelli.

Þau eru mjög góð, því menn sleppa að bogra yfir módelin meðan það er verið að starta og stilla.

Húsið okkar er líka farið að veðrast talsvert og ljóst að þar eigum við líka ærið verkefni fyrir höndum. Stjórnin mun skipuleggja verkið í samráði við góða og fróða aðila og svo verða haldnir vinnudagar þegar sól fer að hækka og hlýnun jarðar fer að virka betur. Continue reading

Posted in Fréttir | Comments Off on Hamranes í kjölfar storma

Félagsfundur 6.desember

Félagsfundur Flugmódelfélagsins Þyts verður haldinn fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 20:00 Sérstakur gestur á fundingum verður Sigurjón Valsson, flugstjóri og mun hann verða með áhugaverða kynningu á listflugi og sögu þess. Fundurinn verður haldinn hjá BRIMBORG EHF, BÍLDSHÖFÐA 6, 2. … Continue reading

Posted in Fréttir | Comments Off on Félagsfundur 6.desember