Miðvikudagar verða Þytsdagar – bæði sumar og vetur.

Ákveðið hefur verið að vetrarfundir Þyts verði framvegis settir á miðvikudaga eins og klúbbkvöldin á sumrin.
Upphaf þess að fimmtudagar voru valdir á sínum tíma var, að þá var engin sjónvarpsdagskrá á þeim kvöldum.
Tímarnir eru nú breyttir og miðvikudagskvöldin hafa öðlast sinn sess.

Nóvember fundurinn fellur niður vegna aðalfunds.
Næsti fundur félagsins verður því sjálfur Aðalfundurinn,og verður auglýstur sérstaklega eins og lög félagsins gera ráð fyrir.

Posted in Fréttir | Comments Off on Miðvikudagar verða Þytsdagar – bæði sumar og vetur.

Oktoberfundur Þyts – vetrarfundir byrja.

Í vetur verða fundir okkar haldnir að jafnaði fyrsta fimtudag hvers mánaðar…,,,…
en,vegna vinnu við Skátaheimillð er þó er eylítil tilfærsla á dagsetningu á fyrsta vetrarfundi okkar og nú er lag að hittast
miðvikudagskvöldið 10. október nk.kl. 20:00
í ný-uppfrískuðu húsnæði skátanna.
Flóamarkaður! – Flugvélar og Þyrlur sem eru til sölu velkomnar,
ætlunin er að þessu sinni að gefa þeim sem eiga flugvél/Þyrlu til sölu,kost á að sýna gripina og vísa á ágæti þeirra. Hugsanlega mætti jafnvel hægt að tala um flóamarkað því ekki er ólíklegt að margir hugsi sér að rótera til flugflotanum núna þegar tími smíðaborðana er runninn upp.
Skoða – Selja – Spjalla – 10.okt. klukkan 20’00
Coke&Prince á lágmarkinu og bara gaman

Kveðja stjórnin.

Posted in Fréttir, Fundir | Comments Off on Oktoberfundur Þyts – vetrarfundir byrja.